Tími á eldgos ?

Vonandi er veđurblíđan undanfariđ ekki tákn um svokallađ " gosveđur " sem áđur og fyrr á stundum var rćtt um ef einmuna veđurblíđa var um langan tíma. Ég var um fimm ára aldurinn ţegar Surtur gaus og seint gleymast ţćr miklu myndir úr barnsminni af reykjarstrókunum sem stigu til himins séđ undan Eyjafjöllum. Hekla gaus svo af og til međ mismiklum látum frameftir uppvaxtarárunum og einu sinni var ţađ ţannig ađ pabbi ţurfti ađ fara til Reykjavíkur sama dag og Hekla byrjađi ađ gjósa og mér fannst ţađ afar óţćgilegt ţví eitthvađ skorti á öryggistilfinninguna. Ég hafđi reyndar lesiđ og lesiđ fram og aftur um Kötlugosin í bókum og sennilega magnađ upp hrćđslutilfinningu gagnvart slíku um helming viđ ţann lestur. Síđan gaus í Vestmannaeyjum áriđ sem ég fermdist og amma og afi komu upp á land, um nóttina. Fyrsta gosmorguninn nötrađi jörđin heima og búpeningur var á ferđ og eirđi ekki kyrr. Ótrúlegar tilviljanir varđandi ţađ atriđi ađ Eyjaflotinn skyldi allur hafa veriđ í höfn daginn áđur vegna óveđurs var ţess valdandi ađ svo vel gekk ađ flytja íbúa á brott. Mömmu dreymdi draum fyrir ţví ađ allt fćri vel í Vestmannaeyjum og höfnin myndi ekki lokast og ţađ gekk eftir. Óhjákvćmilega öđlađist mađur óttablandna virđingu fyrir náttúruöflunum og tilvist ţeirra.

kv.gmaria.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband