Steingrímur J, vill ekki ræða fiskveiðistjórnunarkerfið, hvað veldur ?

Síðasta kjörtímabil hefi ég fylgst grannt með þáttöku flokka í umræðu um fiskveiðistjórn. Það hafa Vinstri Grænir ekki verið þáttakendur svo taki að tala um. Eigi að síður kennir flokkurinn sig sem grænan flokk. Sá græni litur nær ekki út á fjöru hvað þá á haf út með umhugsun um lífriki sjávar, því miður. Ég man ekki til þess að Steingrímur hafi verið viðstaddur kynningu á bráðabirgðaniðurstöðum af neðansjávarmyndatökum á vegum Hafrannsóknarstofnunar fyrir nokkrum árum þar sem sláandi myndir af niðurbrotnum kóröllum Öræfagrunni voru meðal annars sýndar. Reyndar var þar ekki marga þingmenn að sjá en formaður og varaformaður Frjálslynda flokksins voru mættir ásamt þeirri er hér ritar. Hér er eitt atriði nefnt, en þau eru fleiri  og árangursleysi þessa kerfis við uppbyggingu stofna er algert, og ætti að vera til skoðunar á borði allra flokka og hjá hverjum einasta kjörnum þingmanni. Þegar Sigurjón Þórðarson benti á það í sjónvarpsumræðum úr kjördæminu að hvorki VG eða Samfylking væru þess umkomin að ræða þetta kerfi, brást Steingrímur hinn versti við og hreytti orðum í Sigurjón, en kerfið ræddi hann ekki, heldur stóriðju á þurru landi.

hvað veldur ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Minnir óneitanleg á sjónarspil, er eftir einhverju að sækja með náttúru sem ekki er fyrir augum almennings dags daglega.

Ester Sveinbjarnardóttir, 29.4.2007 kl. 23:44

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

...bíddu, ertu að segja að sú náttúra ein skipti máli sem sést út um eldhúsgluggan hjá þér (almenningi)???

Haraldur Rafn Ingvason, 30.4.2007 kl. 00:05

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Nei svo sem ekki nema rúmlega helmingi útflutningsverðmæta þjóðarinnar, humm !

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.4.2007 kl. 00:07

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það sem ég átti við að fáir vilja sinna málum sem vekja minni athygli en meiri.

Ester Sveinbjarnardóttir, 30.4.2007 kl. 00:09

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Ester það er nú einmitt vegna skorts á umræðu og áhugaleysi annarra stjórnarandstöðuflokka en Frjálslynda flokksins að athygli er ekki beint að þessu máli.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.4.2007 kl. 00:37

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sem Guðrún María er að tala um hér er hrikalegt umhverfisslys sem gert hefur verið á hafsbotni, þar sem veiðarfæri hafa eyðilagt margar uppeldisstöðvar fiska.  Svona svipað og bóndinn færi með jarðýtu á túnin hjá sér.  Og lítið minnst á þá eyðileggingu.  Ég hef heyrt umhverfissinnann Ómar Ragnarsson segja að umhverfisvernd nái frá fjalli að fjöru.  Ég tók eftir því.  Sem sagt sjávarbotninn telst ekki með í hans huga. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2007 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband