Hver hefur umsjá með dýrakirkjugarðinum í Alviðru í Ölfusi ?

Orð eru til alls fyrst.

Fyrir stuttu síðan fór ég með vinkonu minni að jarðsetja hund , mikinn vin minn í grafreit í dýrakirkjugarðinum í Alviðru, þar sem önnur dýr fjölskyldunnar hafa áður verið jarðsett. 

Þarna er fjöldinn allur af fallegri umgjörð við leiði gæludýra í þessum garði en garðurinn sjálfur hefur ekki notið nokkurrar umhirðu hvað varðar garðslátt að sjá má sem er afar sorglegt.

Þrátt fyrir mikla leit á netinu að umsjónarmönnum með garðinum gat ég ekki fundið neitt, annað en að Landvernd hafi með Umhverfisfræðisetur að gera sem staðsett er á jörðinni Alviðru en eignarhald á Alviðru sýndist mér einnig vera á hendi Héraðsnefndar Árnesinga.

 

Veit einhver hver hefur umsjá með þessum gæludýrakirkjugarði í Alviðru í Ölfusi ?

 

 

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband