Hafnarfjarðarpólítikin og málið um álið.

Fór á fjörugan fund í kvöld í Flensborg sem nemendafélagið og ungliðahreyfingar flokkanna í bænum stefndu til um deiliskipulagskosninguna á laugardaginn. Flutt voru stutt framsöguerindi frá Hag Hafnarfjarðar, Sól í Straumi, og upplýsingafulltrúa Álversins, og einnig var einn frambjóðandi SF Guðmundur Steingríms með erindi. Bæjarstjóri og bæjarfulltrúar sátu fyrir svörum og Guðfríður Lilja frá Vg sem og Ármann Ólafsson Sjálfstæðismaður úr Kópavogi. Loft var lævi blandið að vissu leyti, og það sjónarmið kom meðal annars fram að fundur þessi væri notaður til þess að pota fram pólítiskum sjónarmiðum flokka fyrir þingkosningar. Það skyldi þó aldrei vera !!! Ný og gömul saga.Það var hins vegar all greinilegt ef merkja má af þverpólítiskri einkarannsókn þeirrar er hér ritar að já og nei afstaða manna til deiliskipulagsins fer ekki í flokksgreinarálit.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband