Frjálslyndi flokkurinn og frelsi einstaklingsins.

Þegar svo er komið að sjósókn við Ísland, og frelsi og atvinnutækifæri einstaklinga til lífsbjargar af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, hafa verið færð frá einstaklingum í hendur örfárra fyrirtækja undir formerkjum hagkvæmni, þá er illa komið fyrir einni þjóð. Lögleiðing braskumsýslu með aflaheimildir eru og verða stærstu stjórnmálalegu mistök Íslandssögunnar. Það gleymdist nefnilega alveg að skattleggja umsýslu þessa á stað og stund, og skortur á gjaldttöku þýddi vægast sagt verðmætasóun, á áður ráðstöfuðum fjármunum af almannafé, til heilsugæslu, skóla, samgangna, og  samfélagsþjónustu í hinum dreifðu byggðum landsins. Þeim fjármunum var því í raun hent á haugana, fjármunum sem allir skattgreiðendur höfðu lagt til í áraraðir, skattgreiðendur á öllu landinu. Eðli máls samkvæmt þurfti að byggja þjónustu þessa aftur þar og þangað sem fólkið flutti úr atvinnuleysi eftir sölu atvinnutækifæra á brott á einni nóttu, en á Suðvesturhorninu hefur  ekki hafst undan að endurbyggja skóla , heilsugæslu ,  samgöngumannvirki, og íbúðarhúsnæði með tilheyrandi ofþenslu og þáttöku skattgreiðenda í því hinu sama, aftur fyrir sama landsmann vegna hins þjóðhagslega óhagkvæma skipulags sem leitt var í lög á Alþingi af núverandi ríkisstjórnarflokkum. Þegar ein kynslóð þarf að tvígreiða skatta í uppbyggingu gunnþjónustuþátta, vegna hagstjórnarlegra mistaka í heildarsýn á samfélag, er afleiðingin offar í skattöku sem verið hefur sú þróun sem menn þekkja vel. Slík mistök þarf að horfast í augu við og viðurkenna því fyrr því betra.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Um hvað ertu eiginlega að tala? Þetta er gjörsamlega óskiljanlegt.

Kolgrima, 28.3.2007 kl. 01:21

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Viltu þá nokkuð vera að taka þátt í umræðu um það úr því þú skilur það ekki ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.3.2007 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband