Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir byggð á Íslandi öllu.

Það er til lítils að tala um svo og svo mikla aukningu í ferðamannaiðnaði ef atvinnusköpun og tækifæri einstaklinga til aðkomu og nýliðunar í atvinnugreinum eins og sjávarútvegi er ekki lengur til staðar og landið auðn og tóm, yfirgefið í átt að borgríki á Reykjanesskaganum. Það er fjarri því að það séu hagsmunir skattgreiðanda almennt að landsbyggð leggist af sökum þess að skattar aukast að sama skapi við tvíbyggingu þjónustumannvirkja og íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæði þar sem sveitarfélög sligast undan kostnaði þar að lútandi og uppbygging helst ekki í hendur við aukningu íbúa eins og raun hefur borið vitni undanfarin ár i samgöngum innanbæjar. Atvinnufrelsi og aðkoma einstaklingsframtaks á eðlilegum forsendum markaðslögmála að sjávarútvegi og landbúnaði er atriði sem skipulag þessara atvinnuvega þarf að aðlaga sig að með breyttum og bættum aðferðum á báðum stöðum. Nýta þarf uppbyggð mannvirki og fjárfestingar sem skattgreiðendur hafa tekið þátt í því að greiða gegnum árin um allt land í stað þess að henda þeim á bálið sem verðlausum í krafti fjárumsýslu millum útgerðarmanna með óveiddan fisk úr sjó að hentugleikum milli landshluta.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Sem sjómannskona spyr ég hvað þú hafir fyrir þér í því að tækifæri einstaklinga til aðkomu og nýliðunar í sjávarútvegi sé ekki lengur til staðar. Ég hélt að staða smábátaútgerðar hefði aldrei verið eins sterk og einmitt nú. Smábátaútgerðin dróst verulega saman fyrsta áratuginn eftir að kvótakerfinu var komið á en hefur alla tíð síðan verið að sækja sig í veðrið og er nú sterkari en nokkru sinni fyrr. Eða er þetta vitleysa?

Kolgrima, 26.3.2007 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband