Verðtrygging skatta ?

Ef íslenska krónan er verðtryggð hvað veldur því þá að skattleysismörk skyldu yfir höfuð á einhverjum tímapunkti fryst og látin standa í stað ? Bætur almannatrygginga, barnabætur, ellilífeyrir og örorkubætur, hví í ósköpunum hækkuðu bætur þessar ekki í samræmi við " hina miklu veislu " sem fjármálaráðherrann talaði um í þinglok. Hið opinbera gat kanski bara staðið í stað og alveg sleppt því að samræma sínar upphæðir skatta og bóta í samræmi við verðlagsþróun í landinu sem tók mið af hverju öðru en verðtryggingu upphæða í íslenskum krónum ? Það hafa vissulega verið haldnar veislur en mest megnis af fjársýslumönnum sem ekki vita aura sinna tal, þar sem almenningur í landinu getur keypt blöð og tímarit ef hann hefur efni á til þess að lesa um þær veislur. Verðtrygging þjónar engum tilgangi lengur og síst af öllu í þágu almennings á Íslandi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Afhverju ertu ekki í jafnaðrmannaflokki?  Hvað þessi skrif þín varða ertu jafnarmanneskja sýnist mér. Þú ert að lýsa aðgerðum hægri stjórnar.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 19.3.2007 kl. 11:48

2 identicon

Sæl Guðrún María.

Ég er af þeirri kynslóð sem man Ögmund Jónasson sem forystumann Sigtúnshópsins í kringum 1983 sem tapaði verulega eignum sínum vegna mikillar verðbólgu, en hún fór yfir 100 % í tíð Steingríms Hermannssonar. Öll lán voru verðtryggð en ekki launin. Fólk var umvörpum gjaldþrota og missti "sínar" íbúðir. Nú standa fyrir dyrum kosningar og nú boðar sá hinn sami Ögmundur stopp í þjóðfélaginu, sem allir sem hugsa sjá að leiðir til samdráttar (þjóðinni fjölgaði um 2,9 % á síðasta ári) og síðan til skrúfu launalækkanna og atvinnuleysis, þrátt fyrir einhverja verðbólgu. Hvað mun svona stjórnarstefna leiða þjóðina út í ? Ég get ekki svarað en hef miklar áhyggjur ef svona hugsun verður niðurstaða kosninga. Að lokum: Þú segir að verðtygging þjóni ekki tilgangi, síst af öllu almenningi. Guðrún mín, þessi almeningur fékk lán VEGNA verðtryggingar. Ég man þá tíð þegar nær engin lán fengust, vegna verðrýnunnar  þeirra sem áttu spariféið. Viltu slíka tíma aftur. Nei, það erum við örugglega sammála um.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 22:12

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Komdu sæl Þórdís.

Í hjarta mínu er ég jafnaðarmanneskja eins og sjálfsagt flestir Íslendingar að ég tel.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.3.2007 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband