Skortur á framtíðarsýn, skortur á samvinnu og skortur á samhæfingu.

Hinn íslenski húsnæðismarkaður þarf sannarlega ekki að vera eins og hann er og þar er fyrst og fremst um að kenna skorti á framtíðarsýn á mál öll, þar sem til kemur m.a. skortur á samvinnu sveitarfélaga við uppbyggingu húsnæðis til langtímaþarfa þar sem framtíðarþarfagreining skyldi hafa verið fyrir hendi í stað þess að í sífellu þurfi að vinna á biðlistum sem ekki þjóna þörfum þeim sem lög kveða á um að skuli uppfyllt.

Sveitarfélögin á stærsta svæði landsins hafa mér best vitanlega enga samvinnu um húsnæðismál þessi þótt slíkt væri sannarlega æskilegt, en ef til vill væri það skárra að ráðast í byggingaframkvæmdir til dæmis lítíilla íbúða með samstarfi allra á svæði þessu og heildaryfirsýn fyrir svæðið.

Úr því að hægt er að viðhafa samstarf um samgöngur þá ætti samstarf um húsnæðisuppbyggingu jafnframt að geta verið fyrir hendi að mínu viti.

Meðan sveitarfélög anna ekki þörf íbúa í neyð þá er ekki líklegt að hinn almenni markaður hlaupi þar undir bagga.

Hins vegar væri staðan ef til vill önnur hvað markaðsverð varðar ef eftirspurn minnkaði, eðli máls samkvæmt.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Biðlistar eru enn að lengjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband