Ekkert einfalt að verða öryrki.

Ég vissi það svo sem um það bil tuttugu árum áður en ég sjálf lenti í því að verða öryrki að hið flókna kerfi hér á landi var illfetanlegur farvegur fyrir alla hlutaðeigandi í sömu stöðu.

 Mér hefur löngum þótt það algerlega óskiljanlegt hvers vegna einn og sami einstaklingur sem lendir í því að tapa vinnugetu má þurfa þess að fara í tvenns konar mat í kerfi í einu landi, annars vegar hinu opinbera og hins vegar kerfi lífeyrissjóða en þá á ég við læknisfræðilegt mat á því hinu sama.

Þessu til viðbótar er það ekki einu sinni svo að nægilegt sé að senda þeim lifeyrissjóði er síðast var greitt til er viðkomandi tapaði starfsgetu vottorð, eins og lög kveða á um, heldur eru ef til vill aðrir sjóðir sem viðkomandi á réttindi í með sérreglur þar að lútandi og lækna á launum við endurmat............

Ég gagnrýndi þetta atriði fyrir hönd annara en mín á árununum 1995- 1997, en árið 2010 lendi ég sjálf í vinnuslysi sem orsakaði tap á vinnugetu og ekkert hefur enn breyst í þessu efni svo nokkru nemi sem telja verður óviðunandi aulahátt af hálfu aðila allra.

Sjálf var ég til dæmis núna að takast á við það að endurgreiða almannatryggingum tæpa hálfa milljón króna í áföngum, sökum þess að afgreiðsla lifeyrissjóða tók tíu mánuði í stað þriggja, og endurútreikningur á sér einungis stað við tekjuuppgjör skattalega árið eftir. 

Með öðrum orðum þegar ég hafði verið búin að fá 145 þúsund of marga mánuði og fékk síðan greiðslur úr sjóðum aftur í tímann, komu skerðingarnar ári seinna við uppgjör, þótt ég hefði látið skerða mig um leið og ég vissi einhverja tölu í því sambandi.

Líkt og maður búi á tveimur pláhnetum annars vegar í almannatryggingakerfi og hins vegar lifeyriskerfinu. 

Allur sá kostnaður sem felst í flókindum þessa kerfa til handa einum og sama einstaklingnum, kerfa sem ættu að vinna saman en gera það ekki, er illa skiljanlegur.

Hins vegar treysti ég núverandi ráðherra þessa málaflokks til allra góðra verka og vona að hún nái að lenda þessu máli.

 

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Endurskoðar lög um almannatryggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já það er kominn tími til.

Helga Kristjánsdóttir, 8.9.2013 kl. 04:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband