Góð tilfinning að greiða atkvæði sitt um stjórn þessa lands.

Fór í dag að kjósa utankjörfundar og setti á mig hálsfesti aldrei þessu vant þessa dagana sem tákn um mikilvægi þess hins sama fyrir mig sem einstakling.

Ástæða þess að ég kýs utankjörfundar er sú að ég stend í flutningum á annan stað og ætla ekki að láta það mæta afgangi að greiða atkvæði um stjórn landsins.

Skoðanakannanir að undanförnu vekja hjá mér von um það að styrk ríkisstjórn muni koma til sögu að loknum þessum þingkosningum og það er landsmönnum til hagsbóta, hafandi mátt horfa upp á innbyrðis átök og erjur millum sitjandi rikisstjórnarflokka undanfarið kjörtímabil.

Þótt illindi og erjur hafi verið allt að því íþrótt hjá þjóð vorri gegn um tíðina ekki hvað síst á stjórnmálasviðinu þá skyldum við aldrei áætla sem svo að það hið sama þurfi endilega að ríkja áfram.

Sandkassapólítik á ekki erindi til framtíðar, heldur samvinna um hagsmuni eins þjóðfélags til lengri og skemmri tíma litið.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband