Sunnudagspistill.

Það var hálfgerður vetur hér í Rangárþingi í dag, með dimmum éljum og snjókomu á köflum, sem festi þó ekki sem snjó á jörð þar sem sólargeislar læddust inn á milli og bræddu af jörðinni.

Tjaldurinn blessaður heldur áfram að minna mann á það að vorið er á næsta leyti með söng allt um kring.

Íslenska vorið er yndislegt og þegar sauðfé kemst úr húsi með lömb á leik á túni, þá er vorið komið í huga bóndadótturinnar svo ekki sé minnst á það er kúm er hleypt úr fjósi.

Ég trúi því og hef reyndar alltaf trúað því að sveitir landsins eigi eftir að blómstra að nýju og ræktað land á Íslandi verði í frekara mæli notað og nýtt til matvælaframleiðslu, með fjölgun starfa við landbúnað, og dreifingu byggðar um land allt, til hagsbóta fyrir land og þjóð.

Fyrir mig hefur það verið ánægja að eiga búsetu um tíma að nýju í fallegri sveit í Rangárþingi, með nánd við náttúru landsins.

Nándin við náttúruna er holl fyrir sál og líkama.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband