Ríkisstjórn vinstri flokkanna hyggst slá sig til riddara á því að breyta stjórnarskránni " einhvern veginn ".

Aldrei skyldi stjórnarskrá landsins lögð undir sem pólítíkst deilumál í aðdraganda kosninga eins og nú er lagt upp með í raun.

Tillögur stjórnlagaráðsins sem ríkisstjórn þessi skipaði og gat samt sem áður ekki tekið til þinglegrar meðferðar eru meira og minna það gallaðar að betur hefði verið heima setið en af stað farið.

Ríkisstjórnin hyggst eigi að síður halda áfram með mál þetta á hundavaði fyrir kosningar að nýju til þings, með það eitt að markmiði að slá sig til riddara einhvern veginn, með sjálfa stjórnarskrá landsins.

Afgreiðsla úr nefndinni eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um mál þetta virðist hafa þýtt 40 breytingatillögur á mjög stuttum tíma, og andstöðu þriggja nefndarmanna við afgreiðslu málsins......

Hvað svo, deilur um breytingar á stjórnarskrá sem yfirtaka tíma Alþingis fram að kosningum ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Stjórnlagafrumvarpið afgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Í þjóðaratkvæðagreiðsunni var fyrsta spurningin um það hvort nota ætti vinnu stjórnlagaráðs sem grunn að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það er spurning hversu margir þeirra sem svöruðu þeirri spurningu játandi, hefðu gert slíkt ef spurt hefði verið hvort nota ætti afurð ráðsins sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá og að engar breytingar mætti gera á henni.

Aðrar spurningar sem spurt var um koma málinu í reynd ekkert við. Þar voru sérvalin efni til að spyrja um, en önnur látin til hliðar. Því voru þær spurningar ómarktækar. Til að þær væru marktækar, átti að spyrja um öll efnisatriði tillagna ráðsins, í það minnsta þau 8 atriði sem ráðinu var uppálagt að fjalla um, þar á meðal atriði nr. 7 um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana.

Gunnar Heiðarsson, 27.1.2013 kl. 03:42

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnar.

Mikið rétt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.1.2013 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband