Rauð jól sunnanlands ?

Það var svolítið sérstakt að horfa á skaflana bráðna hér í garðinum í rokinu í dag án úrkomu en það var 6-7 stiga hiti sem fylgdi rokinu.

Það lítur allt út fyrir rauð jól hér sunnanlands sem í mínum huga er bara alveg ágætt, en því kann að fylgja rok og rigning og þá það.

Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér ég nú muna eftir jólunum rauðum oftar en hvítum, hafandi búið á Suðurlandi og Suðvesturhorninu, samt hefur stundum gert hvítt föl á aðfangadag.

Þetta árið virðist landið skiptast nokkuð hvað snjóalög varðar líkt og var nokkrum árum áður, en árið í fyrra var undantekning, þar sem allt var á kafi í snjó sunnan heiða líka.

Blessuð jólin eru jafn hátíðleg hvort sem landið prýðir, auð jörð eða hvítur snjór.

kv.Guðrún María.


mbl.is Leysing víða á aðfangadag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband