Um daginn og veginn, í Jólasveinalandi.

Dimmasti tími ársins hefur sinn sjarma eins og aðrir tímar og jólaundirbúningurinn einnig, þar sem aðaleftirvæntingin á ákveðnu skeiði ævinnar er koma jólasveinanna, og öll sú hin mikla dulúð sem sveipar þá sveina.

Þeir koma nefnilega af fjöllunum einn og einn, á hverjum degi jólasveinn og gefa þægum börnum í skóinn.

Grýla mamma þeirra er ekki minni goðsögn en sveinarnir sjálfir, en Leppalúði er hálfgerð afgangsstærð karlgreyið, líkt og hann hafi ekkert komið við sögu.

Íslensku jólasveinarnir eru endurspeglun íslensku þjóðarinnar fyrr og síðar.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband