Er breyting á stjórnarskrá notuð og nýtt sem pólítískur áróður til handa sitjandi stjórnvöldum ellegar, sérhagsmunum ?

Var skipuðum stjórnlagaráðsmönnum falið það hlutverk með skipan af hálfu stjórnvalda að viðhafa áróður fyrir eigin tillögum til breytinga ?

Fengu þeir hinir sömu greitt fyrir það ?

Er eitthvað eðlilegt við það að nokkrir fulltrúar er sátu í hinu skipaða stjórnlagaráði presenteri sig sjálfa sem " handahafa hins eina sannleika " og hafi nú þegar boðað stjórnmálaframboð sitt með hinum eða þessum flokkseiningum allra handa hér og þar, og noti og nýti stjórnarskrártillöggerðina, til eigin framapots á sviði stjórnamála ?

Er það óhlutlægur farvegur málsins ?

Er það líklegt til þess að skapa sátt um þetta mál að hlýða á slíka fulltrúa gagnrýna einstaka starfandi stjórnmálaflokka á Alþingi í málflutningi sínum hér og þar ?

Er það kanski einungis til þess fallið að reyna að sækja eigin vinsældafylgi sem aftur vekur spurningar um tilgang þann sem helga skyldi meðalið í upphafi.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband