Um daginn og veginn.

Labbaði niður í Fjörð í banka í morgun og tók strætó heim, fór svo aftur í strætó að versla um miðjan dag, beint í búðina og beint heim, það hafðist, með einn plastpoka meðferðis innan við 5 kíló.

Þar með var athafnakvóti dagsins nokkurn veginn uppfylltur en bakaði þó eina köku eftir kvöldmat mér til ánægju.

Er nú búin að vera þrjár vikur án sjúkraþjálfunar og hef gengið eins og ég get hvern dag og gert æfingar og vona að ég haldi sjó án mikilla verkja með því móti en það kemur í ljós með tímanum.

Jafnframt hefi ég gætt mín á því að " gera ekki neitt ".

Það er lærdómur að pússla sínum lífsmáta upp á nýtt í alls konar kvóta athafna, hvers konar, en maður verður að þakka fyrir það sem maður þó hefur.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband