Aðgerðir gegn atvinnuleysi á Íslandi.

Til þess að vinna á atvinnuleysi þarf hvert einasta sveitarfélag á landinu að móta atvinnustefnu, þar sem meðal annars skyldi finnast hvati að því að einstaklingar sem stunda atvinnu í sínu sveitarfélagi sem og fyrirtækið sem veitir þá hina sömu atvinnu fái notið þess í lægri gjöldum.

Það heitir umhverfishugsun til framtíðar.

Í stað þess að fækka og fækka í störfum við þjónustu undir formerkjum sparnaðar á tímum sem þeim sem við nú megum meðtaka hér á landi ættu sveitarfélög að sjá sér hag í því að auka mannafla að störfum sem aftur skilar sér í minnkandi atvinnuleysi og minni útgjöldum til félagsmála til langtíma litið, en auka mannskapur við þjónustu hins opinbera nær jafnvægi, eðli máls samkvæmt því fólki fjölgar.

Það hið sama er þvi fjárfesting.

Við þurfum ekki miðstýrðar nefndir og starfshópa á launum við að greina ástand mála ellegar tillögur um úrræði sem enginn hefur síðan efni á að viðhafa eftir margra mánaða samtöl og fundi, allra handa.

Samvinna ríkis og sveitarfélaga ætti að vera eins sjálfsagt mál í þessu efni eins og smyrja brauð.

kv.Guðrún María.


mbl.is Langtímaatvinnuleysi eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband