Um daginn og veginn.

Fór í síðasta tímann í sjúkraþjálfun, eftir samfellda sjúkraþjálfun frá því í lok nóvember 2010 og nú mun koma í ljós hvernig heilsutetrið verður án þess að vera í stöðugri meðferð í bili alla vega.

Sjúkraþjálfunin hefur verið mér mikil hjálp og miklar framfarir hafa átt sér stað í þessu fagi það get ég vottað ekki hvað síst þar sem hin ýmsu hjálpartæki eru nú tilkomin sem ekki voru til staðar áður.

Ég er afskaplega þakklát fyrir þessa þjónustu því þaðan hefi ég fengið flest ráð um það hvað ég megi gera og hvað ekki, hvað varðar mína heilsu.

Ég get gengið en má ekki hlaupa, og gangan er svo mikilvæg að að hálfa væri nóg, því hreyfingarleysið þýðir offitu en auðvitað skiptir mataræðið máli í þvi sambandi og þarf að vera í hófi.

Hafi ég ekki vitað það áður að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur hvað varðar heilsuna, þá veit ég það örugglega núna.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku Gmaría mín gangi þér vel með að ná heilsunni aftur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2012 kl. 19:54

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það elsku Cesil.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.6.2012 kl. 00:44

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.6.2012 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband