Mun Reykjavíkurborg hlusta á íbúa í Grafarvogi ?

Í upphafi hrunsins í voru samfélagi komu ráðamenn fram og töldu fólki trú um það að meðal annars hagsmunir barna yrðu í forgrunni varðandi það atriði að koma einu þjóðfélagi gegnum þann öldudal sem við væri að fást.

Í ljósi þess má ætla að stærsta sveitarfélagið höfuðborg landsins myndi ganga á undan með góðu fordæmi og sýna það og sanna að sá vilji væri til staðar.

Því miður er það öðru nær og ýmis konar hugmyndir um rót og uppstokkun er varðar börn á grunnskólaaldri hafa verið til í hugmyndabanka stjórnenda þar á bæ.

Hér skora Íbúasamtök Grafarvogs á borgaryfirvöld að taka tillit til óska íbúa í hverfinu varðandi fyrirhugaðar hugmyndir um skólamál í hverfinu með tilliti til þess að skoða hvort er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vilja að tekið verði tillit til afstöðu íbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband