Lýðræðið og meðferð þess.

Það er nú afar ánægjulegt að framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna skuli vilja auka lýðræði lífeyrissjóðanna, en hvað með lýðræðið í hans eigin félagi er það á góðu róli ?

Hafa sömu menn setið við borðið í áratug, eða er regluleg endurnýjun í stjórn félagsins ?

Hafa tillögur sem samþykktar hafa verið á fundum félagsins náð fram að ganga, varðandi fiskveiðistjórnun hér við land, eða hefur þeim verið stungið undir stól ?

Mín skoðun er sú að Landssamband smábátasjómanna hafi því miður ekki verið þess umkomið að standa vörð um frelsi smábátasjómannsins til veiða á Íslandsmiðum gegnum tíðina, hvað svo sem veldur.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vildu ekki ræða breytingu á stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband