Borga launþegar semsagt braskið á hlutabréfamarkaði með lagaboði ?

Launþegi skal samkvæmt lagaboði greiða iðgjöld í lífeyrissjóð, og sjóðurinn fer síðan og braskar með iðgjöldin í fjárfestingum í hlutabréfum.

Ef sjóðirnir tapa er lífeyrir skertur frá því sem áður var lofað, en því til viðbótar er einnig önnur löggjöf sem gerir það að verkum að skerða greiðslur með samtengingu við almannatryggingar þannig að launþeginn fær aldrei meira en sem nemur almannatryggingaupphæðinni að virðist.

Launþegar halda því uppi braski á hlutbréfamarkaði að virðist með lagaboði frá Alþingi, og síðan sér sama Alþingi til þess með tekjutengingum að ávinningur launþegans er kemur að töku lifeyris verði enginn, þegar upp er staðið.

Algjör snilld.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Kerfið byggist á braski“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kominn tími til að fólk vakni og átti sig á því að lífeyrissjóðakerfið er ekkert annað en lögbundin rányrkja.

Gulli (IP-tala skráð) 8.2.2012 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband