Mikill meirihluti þjóðarinnar andsnúinn aðildarferlinu að Evrópusambandinu.

Hvers konar kannanir gefa vísbendingar um stöðu flokka í stórnmálum en eru engin sannindi í sjálfu sér, hins vegar er það ljóst að mikill meirihluti þjóðarinnar er andsnúinn aðildarferli því sem núverandi ríkisstjórn setti af stað.

Þar er því ríkt dæmi um forsjárhyggju sitjandi valdahafa í andstöðu við þjóðina, sem viðkomandi náðu að koma gegn um Alþingi Íslendinga og þjóðin fékk ekki að gefa álit sitt á í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en ætt var af stað í vegferðina.

Fylgi við sitjandi ríkisstjórn er í sögulegu lágmarki og fylgi stjórnarandstöðuflokka þar sem andstaðan við aðild að Evrópusambandinu er fyrir hendi eykst eðlilega.

kv.Guðrún María.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband