Hágæða matvælaframleiðsla gæti verið á mun hærra stigi hér á landi.

Það var mjög fínt að sjá mynd á Ruv í kvöld um fabrikkuiðnaðinn í matvælaframleiðslunni en flest allt það sem kom fram í þessari mynd var mér kunnugt um áður.

Ég ritaði stundum pistla í blöð um þessi mál á sínum tíma og mín skoðun er sú að við eigum að setja okkur það markmið að framleiða hágæðamatvæli hér á landi, þar sem við nýtum mest allt ræktað land til framleiðslu og aukum störf í landbúnaði á ný.

Í stað fækka og stækka stefnunnar kæmi því fjölga og smækka.

Við eigum að stefna á því að ná helmingi landbúnaðarframleiðslu hér á landi undir formerkjum umhverfisvænna aðferða og hollustu þar að lútandi á næstu tíu fimmtán árum.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband