Vanmat á menntun og verðgildi starfa á íslenskum vinnumarkaði.
Föstudagur, 23. september 2011
Íslensk fyrirtæki sem og hið opinbera á nær öllum sviðum er ennþá í þeim Hrunadansi að halda launakostnaði niðri, með öllum ráðum sem meginforsendu þess að halda starfssemi gangandi.
Alls konar vol og væl á sér alla jafnan stað þegar kemur að samningsgerð um að fyrirtækin og þjóðfélagið fari á hausinn ef launahækkanir komi til sögu.
Þegar svo er komið í íslensku samfélagi að verkalýðshreyfingin er orðin eigandi að atvinnufyrirtækjum í landinu gegnum fjárfestingar lífeyrissjóðanna, líkt og verið hefur fyrir og eftir hrun hér, þá eru góð ráð dýr , þar sem menn sitja beggja vegna borðsins við gerð samninga.
Þeir hinir sömu samningar hafa hins vegar lagt grundvöllinn að samningum við opinbera starfsmenn í lögbundinni þjónustu hvarvetna þar sem sama pólítíkin hefur ráðið ríkjum, sem er .... að halda launakostnaði niðri..... oftar en ekki með auknu álagi á þá starfsmenn sem eftir verða, án launa vegna þess.
Samtenging íslenskra verkalýðsforkólfa inn í pólítik á sviði ríkis og sveitarfélaga hefur verið þess valdandi að þeir hinir sömu hafa steinþagað þegar ÞEIRRA menn hafa setið við valdatauma og samþykkt hvern handónýtan kjarasamning á fætur öðrum til handa sínu fólki gegnum tíðina.
Ungu fólki er talin trú um að mennta sig með tilheyrandi kostnaði ýmsum, en menntunin skilar sér síðan ekki í formi launa þegar út á vinnumarkað er komið, því miður, og við tekur barátta hálfa ævina til þess að fá menntun metna að verðgildi til starfa.
Starfa sem jafnvel eru á háskólastigi.
Starfsreynsla á vinnumarkaði og verðmat launa þar að lútandi er orðinn ókostur frekar en hitt eins og staðn er í dag að mínu áliti, vegna skammtímahugsunar þess efnis að ..... halda launakostnaði niðri ....
Gæði, innihald og í raun ímynd fyrirtækja og stofnanna er eitthvað sem ekki virðist uppi á borðinu, heldur einungis krónur á blaði um launakostnað í lágmarki, án mats á gæðum þjónustunnar.
Það skortir breytt viðhorf og endurmat á verðgildi starfa og menntun og reynslu á vinnumarkaði hér á landi, þar sem samfélagsleg ábyrgð eins samfélags sem heildar er leiðarljós.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.