Kjörnir þingmenn eiga að klára kjörtímabilið, nema persónulegar ástæður komi til.

Mín skoðun er sú að hver og einn þingmaður sem gefur sig fram til starfa á þing og er kosinn kosningu til þess arna eigi að sinna því hinu sama út kjörtímabil sitt, nema persónulegar ástæður komi til sögu.

Það kemur ekki fram í þessari frétt að Þórunn sé að hætta nema af því hana langi bara til þess eins og það sé sjálfsagt mál.

Það vekur aftur upp spurningar um hvort eitthvað samkomulag sé að ræða innan flokksins um að skipta mönnum inn á þing af lista á kjörtímabilinu.

Ég óska Þórunni hins vegar, alls velfarnaðar og býð fyrrum bæjarstjóra okkar Hafnfirðinga velkominn til starfa á þingi ef hann ákveður að hverfa til þess hins sama.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þórunn hættir á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband