Gífurlegt erfiði fyrir bændur á svæðinu.

Það er án efa meira en að segja það að hýsa lambær með lömb á þessum tímapunkti, svo ekki sé minnst á það að smala fé í hús í öskubyl.

Sauðburður er mikið verkefni hverju sinni þótt ekki komi til sögu utanaðkomandi aðstæður sem þessar.

Æðruleysi bænda á hamfarasvæðinu er aðdáunarvert í þessum aðstæðum, en vonandi verður þetta ekki langvarandi ástand.

Þrautseigja og dugnaður íslensku þjóðarinnar, birtist einkum og sér í lagi undir þessum kringumstæðum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hugað að búsmalanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband