Nota grímur úti við, meðan ástandið varir.

Þótt öskufall hér á höfuðborgarsvæði verði ekki í líkingu við það sem er nær eldstöðinni, þá er sjálfsagt að nota þau hjálpartæki sem til eru og einfaldar rykgrímur eru skárri en ekki neitt.

Sama má segja um það að binda klút fyrir vitin á ferðalögum milli staða.

Sjálf á ég til rykgrímu sem ég hef notað á veturna þegar svifrykið af götunum er óþolandi og ég þarf að þvælast um á þeim tíma.

Það er sennilega tæpt ár síðan við íbúar hér á höfuðborgarsvæði fengum öskumistur úr Eyjafjallajökli, í álika magni og virðist vera hér á ferð í kvöld.

Hjá mér hér í Hafnarfirði féll þunnt lag á disk á svölunum, milli átta og níu, en ég hef diskinn úti áfram í nótt og skoða á morgun.

Við þurfum samt ekki að kvarta hér miðað við þau viðfangsefni sem íbúar nær eldstöðinni fást við.

Góðar kveðjur til allra þeirra sem standa í slíku nú um stundir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Öskufall byrjað í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband