Einstaklingur njóti hæfileika sinna burtséð frá kyni.

Mér finnst sjálfsagt að stjórnmálaflokkar hugi að þvi að hafa fulltrúa beggja kynja til jafns í boði sem fulltrúa til þings.

Hins vegar þegar kemur að því að meta hæfni manna í atvinnulífinu til stjórnunar hvers konar þá skyldi aldrei farið inn á þá braut að koma mönnum í stjórnir vegna þess að viðkomandi er annars vegar kona og hins vegar karl.

Einstaklingar eiga að fá notið hæfileika sinna á grundvelli eigin árangurs burtséð frá kyngreiningu hvers konar, og að því hinu sama þarf að vinna í stað þess að telja fjölda karla og kvenna hér og þar sem einhvers konar jöfnuð þar að lútandi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fáar konur við stjórnvölinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þvingunaraðgerðir stjórnvalda í þessa átt, byggðar á félagspólitískri rétttrúnaðarstefnu, vinna gegn hagkvæmni í rekstri fyrirtækja og að þau nýti sér reynslumestu starfskraftana.

Jón Valur Jensson, 16.5.2011 kl. 00:32

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já alveg sammála þér þar Jón Valur, þvingunum verður ekki beitt með þessu móti nema það gangi gegn tilgangnum í raun.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.5.2011 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband