Endurskoðun á starfssemi lífeyrissjóðanna er þjóðþrifamál.

Það gengur ekki að lífeyrissjóðir skerði áunnin réttindi launamanna, sem innheimt eru með valdi laga af þeim hinum sömu.

Sjóðir þessir geti síðan á sama tíma tekið þátt í fjárfestingum hér og þar í íslensku atvinnulífi út og suður og tapað og skert réttindi ár eftir ár eftir ár, þar sem greiðandinn í sjóðina hefur ekkert að gera með ákvarðanatöku um slíkt, því hann er ekki spurður.

Að skerða réttindi aftur í tímann sem gert er með ákvarðanatöku þessari er eitthvað sem ég tel að ekki muni þola nánari skoðun laga og réttar, í ljósi hins lögbunda hlutverks innheimtu af launamönnum og tilkynningum um áunnin réttindi á hverjum tíma.

Hver sjóður á fætur öðrum hefur skert réttindi eftir að einhver snillingur kom því í gegn sem lagabreytingu að skerða mætti réttindi ef sjóðurinn væri rekin tapi sem nemur tveggja tuga tölu.

Sú hin sama breyting er lögleysa.

kv.Guðrún María.


mbl.is Áunnin réttindi og lífeyrisgreiðslur lækkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband