Ágætu þingmenn, hvað þýðir orðið " FJÖLRÆÐI " í þessu frumvarpi til laga ?

Ég efa það satt best að segja að þingheimur geti skýrt orðanotkun sem þessa sem finna má í þessu frumvarpi til laga sem er að mínu viti eitt af þessum frumvörpum þar sem, ekki aðeins er um að ræða, illskiljanlegt orðaval, heldur einnig vægast sagt þýfðan farveg framkvæmda samkvæmt markmiðaflóði því sem þar er sett fram.

úr lagatexta.

"Markmið laga þessara er að stuðla að tjáningarfrelsi, rétti til upplýsinga, fjölmiðlalæsi,

fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlun. "

Þótt finna megi nokkurra blaðsíðna skilgreiningar á hugtökum er þar ekki að finna orðið fjölræði og því spyr ég þingmenn hvað það þýði ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Styrkja vernd heimildarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er mér að skjöplast eða ert þú að endurbirta blogg frá í gær um leið og þú hefur eytt athugasemdum?  Ertu að ritskoða?

Endilega leiðréttu mig, ef ég hef rangt fyrir mér. Ég nenni ekki að grafa þetta upp á netinu, sem geymir allt.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.4.2011 kl. 07:46

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón Steinar.

Þetta er annað blogg um sama mál eins og þú sérð ef þú skrollar niður forsíðuna.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.4.2011 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband