Naumur meirihluti sitjandi stjórnar í landinu.

Í raun og veru má ekkert út af bregða í hinum ýmsu málum þessarar ríkisstjórnar en það kom í ljós að stuðningsmönnum hennar fækkaði um einn við atkvæðagreiðsluna í kvöld.

Atli, Lilja, og nú Ásmundur einnig greiddu atkvæði með vantrauststillögunni.

Ef Þráinn Bertelsson væri enn hluti af þvi stjórnmálaframboði sem hann var kosinn á þing fyrir og hefði greitt atkvæði gegn ríkisstjórn, sem og ef Guðmundur Steingrímsson hefði staðið með sínum mönnum í Framsókn og stutt vantraustið, þá væri ekki lengur meirihluti til að verja stjórnina vantrausti á þingi.

Ef til vill hefur afsögn Árna Þórs sem þingflokksformanns orðið til þess að Guðfríður Lilja varði stjórnina falli, hver veit !!!

Ríkisstjórnin hangir því á bláþræði.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vantrauststillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég held þegar allt kemur til alls, þá hafi Guðfríður Lilja meiri áhuga á því að setjast við ríkisstjórnarborðið þegar, Kata Jak hverfur á braut í fæðingarorlof í sumarbyrjun.

 Líklegast gæti hún með lægni smokrað Svandísi þá í menntamálin og tekið sjálf við umhverfismálunum. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 14.4.2011 kl. 00:43

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gæti nú hugsast Kristinn Karl.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.4.2011 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband