Vér mótmælum allir.

Hagsmunir barna skyldu ætíð í öndvegi á hverjum tíma, og sú varðstaða um velferð hefur verið í heiðri höfð hér á landi, hingað til.

Hvers konar hugmyndir sem raska kynnu umhverfi barna á timum þegar aldrei er meiri þörf til þess að umhverfið sé stöðugt, er eitthvað sem hlýtur að lúta endurskoðun, eðli máls samkvæmt.

Mikilvægi þess að sá rammi sem mótaður hefur verið í skólastarfi við upphaf skólagöngu barns endist gegnum skólagönguna, getur skipt hvern einstakling meginmáli og aldrei skyldu uppi tillögur um að færa börn úr einu umhverfi í annað á tíma skólagöngu, aldrei.

Gera verður þá kröfu til yfirvalda að skólaumhverfið sé stöðugt gegnum dvöl barns á annars vegar leikskóla og hins vegar grunnskóla.

Sjálf lít ég á það sem lögbundna skyldu hins opinbera að tryggja að svo sé.

kv.Guðrún María.


mbl.is Rúmlega tíu þúsund undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband