VG, samdi sig inn í ríkisstjórn, gegn stefnumiðum eigin flokks varðandi ESB.

Vinstri hreyfingin Grænt framboð, gekk á bak stefnu sinnar sem hún bauð kjósendum í síðustu þingkosningum þar sem flokkurinn hafði samþykkt með lýðræðislegum meirihluta andstöðu við aðild að Evrópusambandinu.

Andstaðan við aðild að Evrópusambandinu færði viðkomandi flokki atkvæði til þess að verða hluti af valdhöfum við stjórn landsins, þannig er það og sú er þetta ritar þekkir marga sem treystu á það að flokkurinn stæði við þetta stefnumál sitt sem hann EKKI gerði.

Því skyldi engan undra að elda logi innbyrðis í flokki sem hefur þannig gengið gegn eigin stefnu í ríkisstjórnarsamstarfi við annan flokk.

Hafi einhvern tímann verið spurning um hvort menn virði lýðræðið eða selji það á markaðstorgi setu við valdatauma, þá er það í þessum stjórnmálaflokki núna.

Líf flokksins sem flokks veltur á því hvort sá hinn sami standi við loforð sitt við kjósendur eða ekki sem og hvort nokkrir flokksráðshestar fái ráðið þvi hinu sama eða flokksmenn allir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Agasvipum flokksins beitt af hörku gegn órólegu deildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er alveg órtúlegt að horfa upp á og við getum ekkert gert eða hvað????

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2011 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband