Aðeins sterk stjórn mun stýra landinu gegnum erfiðleikana.

Það mun ekki ganga lengi fyrir Steingrím J.Sigfússon að reyna að viðhalda stjórnarsamstarfi við Samfylkingu, án þess að hafa flokksmenn sína með sér í því efni.

Það er vægast sagt furðulegt ef flokkarnir við stjórnvölinn ætla að gera út á samstöðu um það, að forða því að aðrir flokkar komist að völdum.

Þvílíkt markmið eða hitt þó heldur...

Tilraunir ríkisstjórnarflokkanna til þess að kalla til stjórnarandstöðu til samráðs hafa meira og minna farið út um þúfur, enda þegar formerkin eru sú að stjórnin ætlist til þess að láta þakka sér góð verk en kenna stjórnarandstöðu um það sem aflaga fer, þá kann svo að vera að betur hafi verið heima setið en af stað farið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ríkisstjórnin veik en ekki í lífshættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband