Börnin eru framtíðin.

Það er afar ánægjulegt að sjá að hvatningarverðlaun i höfuðborginni skuli falla í hlut Frístundaheimila, því ekki veitir af að hefja á loft það starf sem þar er unnið og er einn hlekkur í þeirri keðju að koma börnum til manns.

Sjálf hefi ég unnið með börnum nú nær samfellt tæpa tvo áratugi, fyrst í leikskóla svo í grunnskóla sem er gefandi starf og börnin eru framtíðin, kynslóðin sem erfir landið, og allt það sem við getum gert til þess að stuðla að betra starfi við aðbúnað barna, er af hinu góða.

Höfuðborgin fær því prik fyrir að horfa á þennan þátt uppeldismála í formi hvatningarverðlauna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fengu hvatningarverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband