HVAÐ mun rannsóknin á Magma taka langan tíma ?

Ef ég þekki rétt hefur hin sampólítiska samtrygging ákveðið að kaup þessi skuli ganga eftir, en rannsóknatilstand stjórnvalda til þess að drepa málum á dreif, tekur nú lengri tíma sem passar nokkuð vel og þegar niðurstaða, einhver, liggur fyrir einhvern tímann, hafa kaupin gengið það langan veg að ekki verður aftur snúið, nema ríkið hafi skapað sér svo og svo mikla bótaskyldu í málinu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Magma hefur greitt fyrir hluta bréfanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það var í rauninni ekkert annað í spilunum fyrir Magma, en að klára viðskiptin. Magmanefnd ríkisstjórnarinnar, er ekki "stjórnvald" líkt og nefnd um erlenda fjárfestingu, sem heimilaði viðskiptin.  Magmanefndin, er í rauninni bara "ráðgefandi" umsagnaraðlili.  Magmanefndin, mun að öllum líkindum, vinna svipað og nefnd um erlenda fjárfestingu, þ.e. afla sér lögfræðiálita um gjörningin og taka ákvörðun í samræmi við þau. 

 Reyndar gæti reynst flóknara fyrir magmanefndina, að komast að meirihlutaniðurstöðu, þar sem fjöldi nefndarmann er "slétttala" en ekki "oddatala", eins og nánast undantekningalaust er þegar nefndir eru skipaðar.

 Magmanefndin á svo að fara yfir allt fjárfestingarferlið og leita að og finna eitthvað grunsamlegt, og jafnvel ólöglegt í því ferli, ef slíkt er að finna.

 Í þeirri vinnu hlýtur að koma í ljós þáttur Iðnaðarráðuneytis í ferlinu.  Eins og fólk eflaust man, þá var Magma, sterklega ráðið frá því að kaupa HS-Orku, gegnum íslenskt félag.  Á því gæti verið mjög einföld skýring. Magmamenn hljóta að hafa rætt við starfsmenn Iðnaðarráðuneytis, hvernig fjármögnun á kaupunum yrði og má þar gera ráð fyrir að aflandskrónur, hafi þar verið nefndar, sem hluti fjármögnunar.   Hafi þá Magmamönnum verið bent á að innlendum fyrirtækjum, væri óheimilt, án lagabreytinga, að höndla með aflandskrónum.  Það væri hins vegar heimilt fyrirtæki er staðsett er á EES-svæðinu.

 Hver sem forsaga Magmamálsins er, þá eiga stjórnvöld, þá þröngu stöðu sem nú er uppi, alveg skuldlaust ein.  Þeirra var tækifærið að fara að tillögum þingflokks Vinstri grænna fyrir tæpu ári og breyta lögum, á þann hátt, að núverandi staða, kæmi ekki upp.  Samfylkingin hins vegar hafnaði slíku og segir það meira en þúsundir orða, um afstöðu þess flokks til málsins.

Kristinn Karl Brynjarsson, 18.8.2010 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband