Þjóðhátíð Vestmannaeyja er einstök.

Faðir minn heitinn var löngum með hugann út í Eyjum, og sem aldrei fyrr er þjóðhátíð var, og hann sá um að uppfræða um þessa miklu skemmtun áður en ég sjálf var komin á þann aldur að fara og upplifa þennan atburð.

Brekkusöngurinn, brennan og flugeldasýningin er eitthvað sem reynt hefur verið að flytja út frá Eyjum upp á land, en það er bara ekki eins og vera í Eyjum, því það er bara einn brekkusöngvari Árni Johnsen og hann er í Eyjum þessa helgi.

Hann tók við af Ása heitnum i Bæ, sem var einstakur lifskúnster eins og Árni, en stemmingin í brekkunni í Herjólfsdal við söng þúsunda manna er eitthvað sem varla verður með orðum lýst.

Lífsgleði Vestmanneyinga og húmor fyrir mannlífinu almennt, birtist ekki hvað síst í textum Ása heitins í Bæ en pabbi sá um það að kenna mér Sæsavalsinn löngu áður en ég fór sjálf á þjóðhátíð.

Set hér með það sem ég man úr

Sæsavalsinum.

" Er kvöldskuggar læðast um tinda og tjöld,
þá tökum við upp einn hnall.
Því þetta er skrykkjótt og undarleg öld,
með eitt hundrað prósent spjall.
Gott er í Gírkassahreppi, að gleðjast við mænuval.
Svo syngjum við valsinn hans Sæsa í kvöld,
og svífum í Herjólfsdal.

Bróðir minn Sveinn og Baldur,
Bjarni sá andskoti.
Jakob og Jón Ástvaldur
og hann Jósef í Smittkoti."

eftir Ása í Bæ."

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekkert jafnast á við þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband