Gróa á Leiti og " púkinn á fjósbitanum ".

Sjálfstæðismenn, Samfylkingarmenn, Framsóknarmenn og Vinstri Grænir vita nú manna best hvað er að gerast í Frjálslynda flokknum og hver bloggsíðan á fætur annarri sprettur fram úr ermum gömlu flokkanna sem minnkað hafa í fylgi , og  flokksmenn flokkanna ræða  deilur í Frjálslynda flokknum um keisarans skegg hver um annan þveran, sem vitringar hinir mestu. Ég vil nota tækifærið og þakka þessar ókeypis auglýsingar fyrir flokkinn sem án efa vekur enn frekari athygli á flokknum en fyrir var. Það er reyndar ekki lítið fyndið að líta augum spekúleringar varðandi meint plott allra handa sem menn virðast þekkja úr eigin flokkum að sjá má. Afskaplega fróðlegt en svo vill til að Frjálslyndi flokkurinn mun notast við lýðræðið og þótt deildar meiningar séu milli manna þá er það gert upp.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband