Markaðshyggjuþokumóðan, liggur hún enn yfir landinu ?

Margur verður af aurum api, segir máltækið, og ef til vill stöndum við frammi fyrir því sú kynslóð sem nú ríkir í landinu að hafa horft steinþegjandi á alls konar þróun mála í þá veru.

Alls konar hugmyndafræði hefur tröllriðið húsum undir formerkjum hinnar heilögu markaðsvæðingar allrahanda, innan þings og utan þótt sú hin sama markaðsvæðing hafi ekki skilað þjóðarbúinu því sem til var ætlast í upphafi.

Í upphafi skyldir endir skoða, segir annað máltæki og það atriði að markaðsvæða þrjú hundruð þúsund manna samfélag, sem alla jafna telst ekki markaður er eitthvað sem upphaflega hefði átt að vera til sem forsenda alls.

Of mikið frelsi í þessu efni gaf færi á einokun sem enginn þóttist koma auga á ellegar meintar eftirlitsstofnanir hins opinbera virtust geta komið í veg fyrir, sennilega vegna loðinnar lagasetningar um þau hin sömu mörk.

Nú höfum við fengið vinstri stjórn í landinu sem margir hyggja að kynni að hafa breytt um stefnu, en er það svo ?

Hver er stefnubreytingin við afskriftir þeirra sem mest skulda og hver verður samkeppnisaðstaða þeirra sem ekki spenntu bogann of hátt ?

Jú almenningur skal borga brúsann í formi skattahækkanna , af óráðsíutilstandinu öllu, meðan ráðamenn hafa ekki hugsað sér að lækka eigin laun sem skyldi , né heldur draga úr umsvifum hins opinbera. Hið opinbera á að auka atvinnu í boði skattgreiðenda á vinnumarkaði eins fáránlegt og það er.

Ábyrgð stjórnvaldsathafna er eins og fyrri daginn hér og þar og út um víðan völl, eftir því á hvern stendur veðrið og hvort er við stjórnvölinn.

Engu munaði að núverandi stjórnvöld væru búin að telja almenningi trú um að samþykkja þyrfti ómögulegar skuldbindingar til handa komandi kynslóðum, þar sem setja átti skuldbindingar misviturra ráðstafana eins og ekkert væri yfir á almenning í landinu, í boði vinstri stjórnar.

Forseti hlustaði á fólkið og það er vel sem komið hefur viti fyrir stjórnvöld að vissu leyti og sett málið í annan farveg.

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband