Sunnudagspistill.
Sunnudagur, 28. febrúar 2010
Veturinn minnti á sig á fimmtudaginn og laugardag hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem allt fer þvers og kruss þegar snjókoma og bylur er til staðar nokkra klukkutíma samfellt.
Ég brölti við það að moka hér á planinu á fimmtudag, svo ég kæmist í stæði, en hér dregur ætíð í hundleiðinlega skafla svo alveg verður ófært að húsinu. Hingað til höfum við annars haft afar þægilega færð umleikis hér á Reykjanesskaganum alltént allan janúarmánuð svo ekki er hægt að kvarta mikið í raun.
Óhjákvæmilega er maður upptekin af þjóðfélagsþróun og stöðu mála í voru samfélagi og í morgun eins og aðra laugardaga ók hér bíll um hverfið sem hvatti menn til þess að fara á mótmælafund.
Hvað mig varðar þá vinn ég alla laugardaga ásamt öðrum vikudögum og hefi því ekki aðstæður til þess að sækja slíka fundi, en að vissu leyti finnst mér vanta eitthvað í þær baráttuaðferðir sem við erum að beita þ.e að halda ræður á Austurvelli .... og safnast saman ....
Hvað með hin formlegu mótmæli þ.e bréf til ráðamanna og stofnanna þar sem svara er óskað um einstök mál og mál heildarhagsmuna þjóðfélagsþegna sem ekki sjá fram úr vanda þeim er að steðjar fjármálalega ?
Slíkum bréfum BER að svara.
Enn sem komið er, virðist það eitt sýnilegt af hálfu ráðamanna að hagsmunavarsla fjármagnseigenda sé ofar hagsmunum heimila í landinu í heildina tekið og ráðaleysið algert í raun.
Vinstri flokkarnir hafa því yfirtoppað meinta hægri menn í því hinu sama og eru þá góð ráð dýr.
Eitt er ljóst að þjóðin verður að fá að greiða atkvæði um þau lög sem sitjandi ríkisstjórn samþykkti til handa landi og þjóð fyrir áramót, til þess að fella þau hin sömu ólög.
Með lögum skal land byggja en ólögum eyða.
kv.Guðrún María.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.