Fylgisaukning Frjálslyndra er engin tilviljun.

Það þarf engum að koma á óvart að Frjálslyndi flokkurinn hafi mælst hærri í skoðanakönnunum undanfarið. Þingmenn flokksins hafa nefnilega næstum einir á Alþingi Íslendinga haft uppi skoðanir á breytingum á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi til umbóta fyrir land og þjóð. Því til viðbótar hafa þeir rætt mál sem brenna á þjóðinni svo sem málefni innflytjenda sem allir aðrir stjórnmálaflokkar hafa skirrst við að ræða hingað til sem er í raun fjarstæðukennt ef litið er til nágranna okkar á Norðurlöndum sem hafa rætt þessi mál opið lengi. Auðvitað hentaði öllum hinum flokkunum sem ekki þorðu að ræða málefni innflytjenda að skella rasistastimplinum á flokkinn sem afgreiðslu fyrir eigin þegjandahátt þar sem hræðsla við fylgistap er að ég tel helsta orsökin, líkt og venjulega þegar of erfið umræða kallar. Ósköp svipað hefi ég áður upplifað á vettvangi stjórnmálanna þá sem þáttakandi í réttindabaráttu sjúklinga sem töldu sig hafa lent í læknamistökum en orðið læknamistök eitt og sér var ekki eitthvað sem alþingismenn þess tíma voru alveg tilbúnir til þess að ræða þá, fyrir tíu árum eða svo, síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar í því efni. Hver kjörinn alþingismaður á að vera tilbúinn til þess að ræða málefni samfélagsins hvers eðlis sem þau eru og það hafa þingmenn okkar Frjálslyndra gert og munu gera.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Fylgisaukning hefur örugglega ekkert með fiskveiðar að gera, enda er sá málaflokkur löngu blóðmjólkaður.  Afhverju ætti mönnum allt í einu núna að hafa áhyggjur af fiskveiðistjórnun en ekki t.d. við seinustu kosningar.  Það hefur alls engin umræða verið um þetta.

Hins vegar hefur sú rasíska umræða sem hrundið var af stað hitt taug.  Það hlaut auðivtað að koma að því að við fengjum slíkan flokk hingað til lands. 

Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hvað mun gerast núna í framhaldi.   Flokksmenn virðast þurfa að talast saman í gegnum þriðja aðila.  Menn á báðum vígstöðum að mynda sér stöðu fyrir formannskjör. 

TómasHa, 15.1.2007 kl. 02:51

2 Smámynd: Fræðingur

Þögn hinna flokkanna er ekkert nema lygasaga sem hentar frjálslyndum vel. Hið rétta í málinu er það að allir hinir flokkarnar hafa verið að vinna að þessu málefni, en ólíkt frjálslyndum sleppt öllum sleggjudómum og reynt að fjalla um hlutina málefnalega. Hérna eru til dæmis ályktanir landsþings framsóknarflokksins frá 2005 Þar sem er heill málaflokkur bara um innflytjendamál.


Þannig að rasistastimpillinn er ekki að ástæðulausu, þar sem þið fóruð af stað með sleggjudóma og engar úrlausnir. Hinir flokkarnir eru nú þegar komnir með hugmyndir að úrlausnum, af hverju gátuð þig ekki bara gert slíkt hið sama ?

Fræðingur, 15.1.2007 kl. 03:23

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Tómas.

Svo vill nú til að skilaboð kjósenda voru skýr hvað varðar Frjálslynda flokkinn í síðustu kosningum en þar tvöfaldaði hann fylgi sitt þar sem barátta fyrir breyttri fiskveiðistjórnun var á oddinum.

Umræða um innflytjendamál af hálfu fulltrúa flokksins hefur ekki verið á nótum rasisma fyrir fimm aura, raunin er sú að það hentar öðrum flokkum að nota slík orð til að sleppa við umræðuna eins hjákátlegt og það nú er.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.1.2007 kl. 01:10

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Fræðingur.

Þetta er ofboðslega flott hjá Framsóknarflokknum en eins sérkennilegt og það er, þó að ríkisstjórnin sem Framsóknarflokkurinn situr nú í skuli hafa komið saman og ákveðið að veita sérstöku fjármagni til íslenskukennslu sem hreinlega hafði alveg gleymst fyrr en Frjálslyndir ræddu þessi mál á þingi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.1.2007 kl. 01:21

5 Smámynd: Fræðingur

Alltaf gaman þegar fólk einblýnir á eitt mál fremur heldur að skoða heildarmyndina. Til gamans þá fór ég á vef Alþingis og leitaði að upplýsingum um innflytjendur og hvað heldurðu? Úr varð bloggfærsla um ruglið í þér

Fræðingur, 17.1.2007 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband