Og Samfylkingin vill selja sjálfstæði þjóðarinnar til Brussel.

Stjórnmálaflokkur sem varla hefur sett fram eina einustu skoðun á þjóðmálum undanfarið sem heitið getur kemur allt í einu fram og heimtar evru sem gjaldmiðil og formaðurinn lýsir þeirri skoðun sinni að sjáflsögðu fylgi þvi aðild að Evrópusambandinu í hennar huga, það hafi alltaf verið ljóst. Þrátt fyrir það að hér á landi hafi ekki eitt stykki þjóðaratkvæðagreiðsla um vilja þjóðarinnar til inngöngu í slíkt bandalag. Þá vitum við það á hverju þessi flokkur byggir sína hugmyndafræði þ.e . hún virðist sótt erlendis og það til Brussel. Samfylkingin er sem sagt tilbúin til þess að afsala Íslendingum sjálfsákvarðanarétti yfir eigin fiskimiðum með þessarri hinni sömu skoðun sinni það er ljóst.

Án þess þó að hafa sett fram annað en sáttaplagg  um núverandi kvótakerfi á fundi með LÍÚ á sínum tíma , ekkert annað.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband