Og hefst nú málamyndapólítikin fyrir kosningar á Alþingi.

Njósnir og leyndarmál er greinilega eitthvað sem Samfylkingunni er hugleikið til umræðu á  þessu þingi og hvert tækifæri notað til þess að búa til úlfalda úr mýflugu í því efni að virðist á kostnað umræðu um ýmislegt annað og þarfara. Mér leiðist þessi málamyndapólítik nú sem endranær og betur væri að hægt væri að ræða mál í gegn og fliýta störfum svo önnur mál komist að í þingstörfum heldur en að þæfa umræðu alla og drepa á dreif í tíma og ótíma. Fyrrverandi formaður SF gleymdi sér alveg í ræðustól í þessu efni enda algjör sérfræðingur í leikrænum töktum í þessu efni og merkilegt að sá hinn sami skuli ekki hafa lagt leiklistina fyrir sig , finnst mér stundum. Betur væri að menn tækju til við að skoða innbyrðis stjórnunarvanda á ríkisspítulum sem gerir það að verkum að ákveðin sérsvið eru að virðist hundsuð sem slík hvað varðar faglegt sjálfsforræði . Gömul og ný saga innan heilbrigðiskerfisins en eigi að síður atriði sem sannarlega þarfnast aðgerða og athugunar strax svo fremi árangursstjórnun sé markmið þessa kerfis í heild. Þingmenn hvoru tveggja þurfa og verða að láta sig varða slík mál eins og önnur mál en forystugrein Mbl 15 janúar fjallar vel um þessi mál.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl vinkona.

Hjartanlega sammála.

ÁÞ

Rauða Ljónið, 16.1.2007 kl. 03:08

2 Smámynd: Agný

"Fengitíma" fríið þeirra hefur greinilega ekki "getið" af sér eitthvað nýtt sem mun líta dagsins ljós í vor..sennilega allir "jórtrað" sömu gömlu tugguna við jötuna í fríinu

Agný, 18.1.2007 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband