Hvenær mótmælir Verkalýðshreyfingin kjaraskerðingum ?

Láglaunapólítikin sem tröllriðið hefur voru þjóðfélagi gerir það að verkum að hluti launþega er jafnvel verr settur en öryrkjar, eftir greiðslu skatta og er þá ekki verið að tala um háar upphæðir tekjulega til framfærslu.

Hvenær ætlar Verkalýðshreyfing þessa lands í heild að viðhafa mótmæli við slíku.

 

kv.Guðrún María.


mbl.is ÖBÍ mótmælir kjaraskerðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þeir eru sjálfir kjaraskerðinginn

Jón Snæbjörnsson, 21.1.2010 kl. 08:28

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Verkalýðsforystan er helsta MEINSEMD verkallýðsbaráttu hér á landi.

Jóhann Elíasson, 21.1.2010 kl. 08:30

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heil og sæl Guðrún María og takk fyrir að gerast bloggvinur. Þetta er þörf ábending hjá þér og hárrétt að laun eru haldið niðri hjá láglaunafólki, öryrkjar og eldri borgarar með taldir, meðan  hálaunastéttir hafa hækkað í launum langt umfram þá sem minna hafa. Ég held að þetta sé mikið til af því að forustumenn þessara félaga eru grútmáttlausir en eru samt kosnir aftur og aftur í þessar stöður. Það er ekki óalgengt að menn séu lungan úr starfsæfinni í forustu sama stéttarfélags, þar sem þeir hafa komið sér  upp stórum JÁ hóp sem stiður þá í öllu sem þeir gera. Það er sem sagt fólkið sjálft sem þarf að vera virkt í báráttu fyrir bættum kjörum, það er staðreynd að við verðum sjálf að vinna í okkar kjaramálum, það gera ekki aðrir fyrir okkur, það er ég búinn að læra. Það kostar líka vinnu að halda sínum kjörum, eins og við sjáum nú þegar ákveðið hefur verið að taka af sjómannaafsláttinn, vegna þess að hálaunaliðið í Háskólunum krefjast þess.

Kær Kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 21.1.2010 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband