Sérfræðingur tækifærismennskunnar í íslenskri pólítík er Jón Baldvin Hannibalsson.

Ég hefi fylgst með pólítik tímana tvenna og ætíð blöskrar mér það atriði þegar menn hífa og slaka í þágu sinna flokka og kenna öðrum flokkum um það sem miður fer með hæfilega snittuðum athugasemdum að slíku, þar sem ekki er minnst á eigin flokk.

Einu sinni enn útvarpaði Jón Baldvin þessu viðhorfi á Útvarpi Sögu í dag.

Þessi afdalapólítík hér á landi, er hörmung, þar sem menn þvarga frá hægri til vinstri, heilan hring, fram og til baka og aftur sömu leið, plammerandi alla aðra flokka en sína eigin, og þykjast færa fram svo og svo mikilvæg sjónarmið, sem enda á sama punkti og FLOKKURINN  hefur ákveðið, í þessu tilviki Samfylkingin, með sína einstefnu til Evrópu.

Jón Baldvin hefur borið fram þann málflutning að við Íslendingar séu betlarar sem höfum ekkert val og verðum þvi að ganga i Evrópusambandið.

" Beggars can´t be choosers.... "

Getur það verið að það sé vegna þess að sá hinn sami vilji samþykkja icesave ?

Raunin hefur því miður verið sú að þeir sem ég þekki og vilja ganga í Evrópusambandið telja allir að það þurfi " bara að borga icesave....."

Með fyllstu virðingu fyrir Jóni Baldvin þá tel, ég hann nú þegar hafa nóg að gert í tækifærismennsku í íslenskri pólítík.

 

kv.Guðrún María.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband