Sjá Vinstri Grænir " skóginn fyrir trjánum " ?

Öfgafull barátta gegn vatnsaflsvirkjunum og nú gegn stækkunaráformum elsta fyrirtækis í áliðnaði hér á landi sem hefur starfssemi í Straumvík, flokkast vart lengur undir baráttu fyrir sjálfbærni eins þjóðfélags heldur er fremur í ætt við eitthvað allt annað en sjálfbærni. Á sama tíma ræðir sami flokkur ekki einu orði um matvælaiðnað hér svo sem landbúnað og sjávarútveg og þær aðferðir sem þar eru viðhafðar nú í dag. Bílaeign per mann, mengunarskattar t.d. af völdum nagladekkja í þéttbýli ekki orð á blaði , bara , bara barátta gegn virkjun með vatni og álverum en ál er þó endurnýtanlegur málmur. Einhvern tímann hefði það verið orðað að einn stjórnmálaflokkur sæi ekki skóginn fyrir trjánum í þessu efni ef grannt er skoðað af þeim er hafa kynnt sér sjálfbærni til hlýtar.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband