Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016

Alþingi Íslendinga taki á kennitöluflakki fyrirtækja.

Karl Garðarsson hefur sett fram þjóðþrifamál þess efnis að taka á kennitöluflakki fyrirtækja, en það er með ólíkindum að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera að móti því hinu sama.

 

Þetta er nefnilega ekki aðeins spurning um þjóðhagslegan ávinnig heldur einnig spurning um viðskiptasiðferði til framtíðar.

 

Ég hlýddi á Kastljós kvöldsins og satt best að segja átti ég ekki orð eftir að hlýða á Brynjar Níelsson bera fram athugasemdir við frumvarpið sem ekki vógu þungt á mínum vogarskálum og eins og áður sagði er það ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkur skuli setja sig upp á móti þessu þjóðþrifamáli.

Oft var þörf en nú er nauðsyn.

 

kv. Guðrún María.

 

 


Nokkur orð um hið íslenska tryggingakerfi.

Það eru all mörg ár síðan ég sjálf var á kafi ofan í því að skoða ýmsa þætti almannatrygginga og á þeim tíma fannst mér það deginum ljósara að um allt of flókna löggjöf virtist vera að ræða og einfalda þyrfti afar margt. 

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og fyrir um fimm árum lenti ég sjálf í vinnuslysi sem gerði það að verkum að starfsgeta var ekki fyrir hendi lengur og ég varð að sækja mín réttindi til almannatrygginga annars vegar og lífeyrissjóða hins vegar.

Ég hafði greitt í lífeyrissjóði alla mína tíð á vinnumarkaði frá 16 ára aldri og átti því réttindi í fleiri en einum sjóði. 

Einn sjóður sem samanstendur af tveimur sjóðum sem ég á réttindi í hefur haft þann háttinn á að boða mig í viðtal árlega frá slysi, viðtal við trúnaðarlækni þess hins sama sem ég hefi að sjálfsögðu mætt til.

Í lok síðasta árs fékk ég bréf frá þeim hinum sama sjóði eftir heimsókn þangað þess efnis að það ætti að lækka greiðslur til mín sem nemur 25 prósent samkvæmt tillögu læknisins.

Ég kom af fjöllum og óskaði eftir gögnum þess efnis og er ég fékk sendan bunka af læknisvottorðum þar sem aðeins eina röksemdin sem finna mátti að ég hefði innt af hendi sjálfboðaliðastörf hluta úr viku um tíma, störfum sem ég þurfti að hætta vegna heilsu, sem og að ég sótti sjálfshjálparfundi einu sinni í viku klukkutíma í senn.

Með öðrum orðum út úr kú.

Ég sendi inn rökstudd mótmæli og sjóðurinn tók sér nokkurra mánaða tíma til að skoða það hið sama en niðurstaðan var sú að þeir héldu sig við það að skerða mig um minn lífeyri.  Svo vill til að mér er einnig kunnugt um það að fleiri aðilar hafa lent í nákvæmlega því hinu sama að sjóður þessi skerðir viðkomandi eftir viðtöl við lækni sjóðsins.

Þegar sjóðurinn skerðir réttindi sjóðfélaga, þá hækkar greiðsla almannatryggingakerfisins til handa viðkomandi ef ég skil þetta samspil rétt, en sjálf er ég ekki komin svo langt að tilkynna það hið sama hvað mig varðar.

Ég hlýddi á það í fréttum Ruv í hádeginu að umkvörtun lífeyrissjóða við núverandi breytingar væri sú að leita þyrfti til ríkisins með framlög vegna hækkunnar greiðslna frá sjóðunum til lifeyrisþega og hugsaði með mér já akkúrat.... 

Nú veit ég ekki hvernig þessar breytingar eru en gat ekki á mér setið að ræða pínulítið um þessi mál.

Mín skoðun er hins vegar sú enn sem áður að það þurfi að koma á samvinnu millum almannatrygginga og lífeyrissjóða því svo einfalt sem það er þá kostar umsýsla hvers lífeyrissjóðs fyrir sig fjármuni þar sem hver um annan þveran vinnur í sínu horni svo ekki sé minnst á sérreglur allra handa.

 Almannatryggingar eiga að taka við umsóknum um örorku sem síðan ættu að ganga til lífeyrissjóða að loknu mati Tryggingastofnunar.

 

kv. Guðrún María.

 

 

 

 


mbl.is Myndu búa við meiri skerðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband