Alþingi Íslendinga taki á kennitöluflakki fyrirtækja.

Karl Garðarsson hefur sett fram þjóðþrifamál þess efnis að taka á kennitöluflakki fyrirtækja, en það er með ólíkindum að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera að móti því hinu sama.

 

Þetta er nefnilega ekki aðeins spurning um þjóðhagslegan ávinnig heldur einnig spurning um viðskiptasiðferði til framtíðar.

 

Ég hlýddi á Kastljós kvöldsins og satt best að segja átti ég ekki orð eftir að hlýða á Brynjar Níelsson bera fram athugasemdir við frumvarpið sem ekki vógu þungt á mínum vogarskálum og eins og áður sagði er það ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkur skuli setja sig upp á móti þessu þjóðþrifamáli.

Oft var þörf en nú er nauðsyn.

 

kv. Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar menn virðast ekki vita hvað kennitöluflakk er og hvar skaðinn liggur er ekki von á vitrænu frumvarpi. Frumvarp Karls kemur hvorki í veg fyrir kennitöluflakk né þann skaða sem kennitöluflakk getur valdið. "Afgreiðum alla sem tengjast fyrirtækjum sem fara í þrot sem glæpamenn" er ekki lausnin.

Jós.T. (IP-tala skráð) 2.3.2016 kl. 01:37

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hefur þú lesið frumvarpið Jós T.?  Kannski ættir þú að kynna þér efnið áður en þú tjáir þig.

Jóhann Elíasson, 2.3.2016 kl. 09:48

3 identicon

Ég hef lesið frumvarpið og það ber með sér örvæntingu, "við verðum að gera eitthvað" og svo er farið í að gera bara eitthvað. Eitthvað sem kemur hvorki í veg fyrir kennitöluflakk né þann skaða sem kennitöluflakk getur valdið en refsar öllum þeim sem eru svo óheppnir að tengjast fyrirtækjum sem fara í þrot.

Þó einhverjir þeirra sem reka fyrirtæki í þrot stundi kennitöluflakk þá á það ekki við um alla. Og auðvelt er að stunda kennitöluflakk áfram gegnum leppa, eins og margir gera nú þegar. Frumvarpið mun því aðeins verða þeim sem ekki stunda kennitöluflakk til ama en stöðvar ekki svikarana.

Jós.T. (IP-tala skráð) 2.3.2016 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband