Bloggfćrslur mánađarins, júní 2014

Miđsumarsblogg.

Fékk tvö símtöl í dag frá USA ađ sögn viđmćlenda, sem kynntu sig í nafni Microsoft, varđandi ţađ atriđi ađ ţeir sögđust ćtla ađ bjarga tölvu minni frá eyđileggingu.

Ég var ekki ginnkeypt fyrir ţeirri hinni sömu ađstođ og  spurđi um símanúmer viđkomandi í fyrra símtalinu sem ekki hafđi birst mér viđ hringingu og samtaliđ endađi á ţví ađ hringjandi sagđi viđ mig " go to hell ".............

Tveimur tímum síđar hringdi annar međ sömu kynningu og hinn fyrri og reyndi mikiđ til ţess ađ fá mig til ţess ađ opna tölvu mína en ég spurđi viđkomandi um heimilisfang skrifstofu ţeirrar sem viđkomandi var ađ hringja frá og fékk einhverjar upplýsingar ţar ađ lútandi og tjáđi ţeim hinum sama ađ ég myndi hafa samband viđ fyrirtćkiđ í mínu landi, varđandi vandamál einhvers konar og viđkomandi lagđi á ađ lokum.

Ég hringdi í Nýherja og lét ţá vita af ţessum símtölum en mér fannst nóg ađ fá tvö símtöl sama daginn.

Ţađ er alltaf eitthvađ, ekki öll vitleysan eins heldur ađeins mismunandi.

Blessađ sumariđ er hins vegar í hámarki akkúrat núna og ţessi tími alltaf sérstakur í mínum huga.

Mađur fagnar hverjum góđviđrisdegi og gerir sitt besta til ţess ađ halda sig utan dyra eins mikiđ og mögulegt er.

Jafnframt fagna ég ţví ađ mega hjóla sem ég ekki mátti áđur en passa mig ađ gera ekki of mikiđ, ţví oftast rek ég mig á međ ţađ ađ reyna of mikiđ og verđa verri.

Ţađ er samt gífurlegt frelsi fólgiđ í ţví ađ komast um á reiđhjóli hér á Selfossi sem er sannarlega gósenland reiđhjólamannsins.

Ég fer í mína sjúkraţjálfun tvisvar í viku sem heldur mér gangandi í orđsins fyllstu merkingu en ţess á milli er ég ađ prjóna mér til dundurs, ţađ skiptir máli ađ hafa eitthvađ ađ gera. 

 

RIMG0002.JPGRIMG0003.JPG

 

 

 

 

 


Um daginn og veginn.

Komst austur undir Eyjafjöll í dag og rétt eins og fyrri daginn, er ţađ andleg nćring ađ koma í sína heimasveit ađ sumri til, međ allt í blóma.

Blessađur jökullinn er óskaplega friđsćll og venjulegur eftir allan ţann hamagang sem ţó átti sér stađ hjá honum fyrir ekki svo löngu.

 

RIMG0013.JPG

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eyjafjallajökull.

 

Sauđfé, kýr og hestar á túnum og landiđ allt í fagurgrćnni skikkju.

Suđvestan gjóla af hafi en indćlisveđur.

Ég lít á ţađ sem hlunnindi ađ hafa fengiđ ađ alast upp í íslenskri sveit međ náttúruna allt í kring og frelsi til athafna uppvaxtarárin.

 

kv.Guđrún María. 

 


Ekki má rćđa neitt er tengist innflytjendamálum á Íslandi, nema Samfylkingarmenn grípi rasistastimpilinn.

Ţađ hefur veriđ mikiđ ađ gera hjá Samfylkingarmönnum ađ virđist varđandi ţađ atriđi ađ hamast međ "rasistastimpilinn " hér og ţar, vegna umrćđu um úthlutun lóđar fyrir mosku í Reykjavík, fyrir síđustu kosningar.

Raunin er sú ađ sá flokkur hefur nokkuđ lengi viđhaft ţá venju ađ stimpla flesta rasista sem dirfast ađ rćđa málefni innflytjenda til landsins,  sama hvers eđlis sú hin sama umrćđa er, ţađ ţekkir sú er ţetta ritar.

Sú ţöggun sem ţar er á ferđ varđandi ţau hin sömu mál, hefur sannarlega ekki veriđ neinum til góđa sem flyst hingađ til lands, heldur ţvert á móti orđiđ til ţess ađ skortur á upplýsingum sem og nauđsynlegri ákvarđanatöku um ađbúnađ fólks til dćmis á vinnumarkađi, hefur ekki veriđ sem skyldi.

Ég hef eins og flestir Íslendingar kynnst fólki af erlendu bergi brotnu er flyst hingađ til lands, góđu fólki sem auđgar samfélagiđ, en veit á stundum lítiđ um sín réttindi sem og samfélagiđ sem hér er.

Međ öđrum orđum viđ stöndum okkur ekki nógu vel sem samfélag ađ RĆĐA UM MÁLEFNI INNFLYTJENDA. 

Ţví miđur er ţađ svo ađ međan ţessi umrćđa er í skotgröfum ţeim  Samfylkingarmenn hafa einkum og sér í lagi komiđ henni í međ ţví ađ stimpla alla umrćđu sem " rasisma " ţá ţróast lítiđ fram á veg og umrćđa um málefni innflytjenda verđur ađ pólítisku bitbeini, heimskulegrar ţöggunar í voru ţjóđfélagi áriđ 2014. 

 

kv.Guđrún María.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband