Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014
Gott starf í Hvítasunnukirkjunni á Selfossi.
Miðvikudagur, 26. mars 2014
Ég var svo heppin að frænka mín kynnti mig fyrir afskaplega góðu og mannbætandi starfi sem unnið er í Hvítasunnukirkunni á Selfossi, þegar ég fluttist þangað sem en þar er um að ræða Celebrite Recovery sjálfshjálparfundi þar sem hist er einu sinni í viku.
Ég hef sótt þessa fundi mér til mikillar sáluhjálpar en umgjörð trúarinnar umvefur starfið með ólýsanlegum kærleika og friði.
Það er sannarlega hægt að segja að lífið allt erum við að vinna í því að gera okkur að betri manneskjum og ótal leiðir sem hvert okkar og eitt finnum til þess hins sama, en fyrir mig var þetta starf eins og vatn þyrstum manni sem virkilega þurfti á slíku að halda á þessum tímapunkti í mínu lífi, því samtímis var ég og er enn að reyna að byggja upp mína líkamlegu heilsu.
Líkami og sál eru systur og sökum þess skiptir það máli að reyna að vinna í því að byggja hvoru tveggja upp hið andlega og líkamlega svo fremi manni gefist kostur á því.
Ég er þakklát fyrir það að hafa verið þess aðnjótandi að fá að kynnast starfi þessu.
kv.Guðrún María.
Um daginn og veginn.
Sunnudagur, 16. mars 2014
Við Sunnlendingar fengum óvenjulega þurran febrúarmánuð, en svo hefur hið týpíska veðurfar hér um slóðir tekið við þar sem annað hvort rignir eða snjóar annan hvern klukkutíma sitt á hvað, ellegar við fáum rök með öskubyl, og þá á ég við eldfjallaösku sem nóg er af á svæðinu austanverðu og skilar sér út um allt í roki.
Síðastliðið sumar var vætusamt en fátt er svo með öllu illt segir máltækið og vætan síðasta sumar hjálpaði til við það að færa ösku ofan í jarðveginn og binda eitthvað af því magni sem jöklarnir tveir Eyjafjallajökull og Öræfajökull náðu að spúa úr sér.
Ég hef verið í minni sjúkraþjálfun eftir sem áður til þess að byggja mitt heilsutetur sem ekki hefur verið upp á marga fiska síðustu ár en það hið sama er vinna fyrir mig, þar sem vonin um það að geta náð einhverjum stöðugleika í heilsufari er leiðarljós.
Tíminn teygist að páskum og vori og Tjaldurinn hefur tekið land hér sunnalands sem þýðir vorkomu en vonandi fáum við aðeins vætuminna sumar þetta árið, það væri indælt.
kv.Guðrún María.
Var það sjálfsagt að Seðlabankinn greiddi málskostnað Seðlabankastjóra gegn bankanum ?
Laugardagur, 8. mars 2014
Stundum verður maður orðlaus að lesa fréttir um þetta eða hitt, þessi frétt er ein af þeim.
Formaður bankaráðs í banka, tekur ákvörðun um að banki greiði kostnað við málaferli starfsmanns gegn sama fyrirtæki, punktur.......
Hver á í hlut, jú hið opinbera og skattborgarar þessa lands.
Auk þess hafði ráðherra fyrri ríkisstjórnar svarað fyrirspurn um kostnað þennan og upplýst Alþingi um annað en hér kemur fram......
Með öðrum orðum enn meira orðleysi .........
kv.Guðrún María.
Ég tók þessa ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trúin og lífið.
Fimmtudagur, 6. mars 2014
Rakst á gamlan kveðskap í skúffunni.
Það er oss hugarefni,
hvort hlúum við að trú,
hvort náum eða sjáum,
nauðsyn þessa nú.
Þótt ryðjir braut með rökum,
reyndar færð ei séð,
þann kraft er æðri máttur
öllum oss fær léð.
Þegar glys og glaumur
gleymist þér um stund,
þá mun hjartað leita
enn á nýja grund.
Þú getur alltaf beðið,
því bænir eru von.
Von um allt hið góða,
trú á Krist Guðs son.
Trúin á hið góða,
er trú á sjálfan þig,
trú á tilgang alls sem er,
lifir, hrærist, lífs um stig.
Ef lítur yfir líf þitt
og lætur hugann reika,
sérðu að vegir sannleikans,
sífellt sköpum skeika.
Því sannleikur er gullið
sem gefur hver af sér,
sálarinnar fjársjóður,
er sigrar þar og hér.
Gmo.
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)